UM OKKUR

Sagan að baki  IL Primo ísnum

La Venezia, sem framleiðir IL PRIMO ísinn, byrjaði með tveimur ítölskum framkvöðlum á millistríðsárunum sem ákváðu að hefja framleiðslu á ítölskum ís. La Venezia er fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt ítalskan ís síðan árið 1938, eða í rúmlega 80 ár.

Margra ára reynsla, hágæða hráefni, vandaðar uppskriftir og nútíma framleiðsla gefur ísnum frábært bragð sem reksturinn þinn getur verið stoltur af að framreiða til þinna viðskiptavina.

 
 

La Venezia 

La Venezia fór úr því að selja IL Primo ísinn úr nokkrum ísvögnum í að selja ísinn til viðskiptavina í ísbúðum og úr ísbílum rétt eftir seinni heimsstyrjöldina.

Fyrirtækið hélt áfram að stækka og árið 1991 var tekin sú ákvörðun að hætta allri smásölu en halda áfram framleiðslu og selja einungis til hótela, veitingastaða og heildsala.

Í dag er fjölskyldufyrirtækið rekið af þriðju kynslóð Moon ættarinnar. IL Primo ísinn hefur alltaf verið stolt La Venezia fyrirtækisins og kom því enginn annar ís til greina en One-Shot íshylkin þegar ákveðið var að fara í samstarf við One-Shot.