ÍSVÉL

ONE-SHOT VÉLIN

Með þessari nýju hylkjalausn fyrir IL Primo ísinn færðu árangursríka lausn með auðveldri hreinsun, öll sóun á ís og tímaeyðsla í að búa til ís heyrir sögunni til.

Á síðustu árum hefur vélinnni og IL Primo ísnum verið vel tekið í Noregi og Svíþjóð, ásamt því að seljast í öllum heimsálfum síðustu 10 árin.

Vélin er úr harðplast og bilatíðni sama sem engin, enda vélin mjög einföld í uppbyggingu.

Niðritími og þar með töpuð íssala er því ekki atriði lengur, sérstaklega mikilvægt á Íslandi þar sem rekstraraðilar vilja geta selt ís þegar þannig viðrar og eftirspurn nær hámarki.

HREINSUN

 • Ísinn snertir aldrei vélina sjálfa í ferlinu þegar ísinn er t.d. settur í brauðform eða á disk

 • Auðvelt að þrífa – hámark 1 mínúta

 • Skúffu og affalsbakka er auðvelt að fjarlægja og setja jafnvel í uppþvottavél

 • Auðvelt er að þrífa yfirborð vélarinnar ef þörf er á slíku, engar skarpar brúnir

AUÐVELT OG FERSKT

 • Hljóðlát og einföld vél sem allir geta lært á hratt og örugglega

 • Ísinn veitir mjúka og rjómakenda bragðupplifun þegar þú ýtir á græna start takkann

ÍSVÉLIN

 • Lokað kerfi
 • IFS vottuð framleiðsla
 • Mjög lítil orkunotkun

MJÓLKUR ÍS, FROSIÐ JÓGÚRT OG SORBET 

 • 2 ára geymsluþol við geymsluhita -22 ° C eða kaldara 
 • 2 mánaða geymsluþol þegar geymt er í frysti -14ºC / -16ºC
 • Neysluhitastig -14ºC / -16ºC 
 • Sérhver ísskammtur er innsiglaður þar til hann er notaður
 • Íshylkin gefa alltaf rétt magn og rýrnun er því engin